Börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla eru oft spennt að takast á við nýja hluti og hafa þörf fyrir meira sjálfstæði. Hugsun þeirra er að breytast en þau hafa betri skilning á orsök og afleiðingu, hafa betra minni og betri skilning á tölum ásamt því að geta unnið með ýmsar aðgerðir eins og samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu. Hér eru ýmis verkefni sem er hægt að vinna með börnum á fyrstu árum í grunnskóla.

Skemmtileg verkefni sem reyna á samlagningu, frádrátt, margföldun og að þekkja peninga.

Skemmtileg verkefni sem reyna á samlagningu, frádrátt, samanburð og að skipta jafnt.

Orðadæmi þar sem nemendur eiga að skipta jafnt, m.a. blómum, kleinuhringjum og boltum, á milli tveggja, þriggja og fjögurra einstaklinga.

Bókmenntir og stærðfræði. Kennari les söguna um Gullbrá og birnina þrjá og nemendur leysa verkefni á hlutbundinn hátt með kubbum og haframjöli! En skemmtilegt.

Hvað á bóndinn margar hænur? En hesta?

Einfalt en skemmtilegt verkefni þar sem nemendur þurfa að vinna saman til að finna samanlagðan aldur hópsins.

Ratleikur með fjölbreyttum verkefnum og þrautum.

Í þessu verkefni vinna nemendur að veggspjaldi um tölur sem tengjast þeim og búa til reikningsdæmi um þær.

Í þessu verkefni kasta nemendur teningum og teikna pepperoni sneiðar á pítsur til þess að vinna með margföldun.

Í þessu verkefni eiga nemendur að finna leið í gegnum völundarhús og æfa samlagningu í leiðinni.

Svín er spil sem æfir samlagningu en leikmenn þurfa að taka áhættu til þess að vinna.

Verkefni sem æfir nemendur í að tengja saman aðra hverja tölu, fimmtu hverju tölu og tíundu hverju tölu. Í lokin myndast mynstur sem nemendur geta litað.