

























Á Opnu Menntafléttunni þetta skólaárið eru fjölbreytt námskeið í boði fyrir öll skólastig:
Leikskóli:
🌱 Magnskilningur leikskólabarna
🌱 Stærðfræðin í leik barna
🌱 Stærðfræðin í umhverfi leikskólabarna
Grunnskóli yngsta stig:
🌿 Stærðfræðinám og upplýsingatækni
🌿 Talna- og aðgerðaskilningur
🌿 Tengsl og breytingar í stærðfræði
🌿 Tungumál stærðfræðinnar
Grunnskóli miðstig:
🪴 Stærðfræði og forritun
🪴 Stærðfræðinám og upplýsingatækni
🪴 Tengsl og breytingar í stærðfræði
🪴 Tungumál stærðfræðinnar
Grunnskóli unglingastig:
🌲 Greindu betur – samþætting stærðfræði, tölfræði og samfélagsgreina
🌲 Stærðfræði og forritun
🌲 Stærðfræðinám og upplýsingatækni
🌲 Tengsl og breytingar í stærðfræði
🌲 Tungumál stærðfræðinnar
Framhaldsskóli:
🌳 Greindu betur – samþætting stærðfræði, tölfræði og samfélagsgreina
🌳 Stærðfræði og forritun
🌳 Tungumál stærðfræðinnar

Í dag eru fjölbreyttir nemendahópar eðlilegur hluti af daglegu skólastarfi. Í nýjustu grein Flatarmáls, Stærðfræði og tungumál: aðferðir sem auðvelda stærðfræðinám fjöltyngdra nemenda, fjallar Áslaug Dóra Einarsdóttir um hagnýtar leiðir til að styðja við stærðfræðinám nemenda með íslensku sem annað tungumál og gera kennsluna aðgengilegri fyrir alla. Greinin fjallar meðal annars um stöðumat, orðaforðavinnu, sjónrænan stuðning, samvinnu nemenda og samstarf kennara og hentar öllum sem kenna stærðfræði í fjölbreyttum nemendahópum.

Í vetur verður sérstakt Önnuhorn í Flatarmálum og er það tileinkað Önnu Kristjánsdóttur prófessor emerítus í stærðfræðimenntun sem lést 9. apríl síðastliðinn.
Fyrsti þáttur Önnuhorns birtist 14. október síðastliðinn á afmælisdegi Önnu og nú birtist annar þáttur Önnuhorns: Námskeið fyrir stærðfræðikennara, þar sem fjallað er um hve Anna lagði mikla áherslu á að haldin yrðu góð námskeið fyrir stærðfræðikennara.


Í endurskoðaðri aðalnámskrá grunnskóla (2024) eru í fyrsta skipti sett fram hæfniviðmið í stærðfræðihluta námskrárinnar sem tengjast reiknihugsun og forritun. Í nýlegri grein í Skólaþráðum, Reiknirit, reiknihugsun og forritun: Nýjar áherslur í námskrá, útskýra Bjarnheiður Kristinsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Ingólfur Gíslason og Jóhann Örn Sigurjónsson hvað hugtökin fela í sér og gefa dæmi um verkefni.

Í hlaðvarpi á vegum Flatarmáls má heyra Bjarnheiði Kristinsdóttur segja frá bókinni Hugsandi skólastofa í stærðfræði sem hún þýddi á íslensku. Bjarnheiður byrjar á að segja frá tildrögum þess að hún þýddi bókina. Síðan segir hún frá uppbyggingu bókarinnar og lýsir vel grunnhugmyndum kennsluaðferðarinnar Hugsandi skólastofa í stærðfræði. Í frásögn sinni gefur Bjarnheiður góða innsýn í efni bókarinnar og kennsluaðferðina Hugsandi skólastofa í stærðfræði.
Hlaðvarpið má finna á síðunni Vefsíður, myndbönd og hlaðvörp undir liðnum Áhugavert.



























