Math Playground
Á Math Playground má finna fjölbreytt úrval gagnvirkra leikja, kennsluverkfæra og rökþrauta. Allt efni er hannað af kennurum með það að markmiði að efla stærðfræðilega hugsun, talnaleikni, rýmis- og talnaskilning, rökhugsun auk hæfni í þrautalausnum í gegnum leik. Á síðunni má meðal annars finna:




Math Teaching Tools: gagnvirk tæki og verkefni sem kennarar geta nýtt í kennslustundum, t.d. til að sýna hugtök eða þjálfa aðferðir á myndrænan hátt. Þar má nefna Balance Scale (til að vinna með jöfnur í algebru) og Fraction Bars (til að efla skilning á brotum).
Logic Puzzles: skemmtilegar og krefjandi þrautir sem þjálfa rökhugsun, útsjónarsemi og þrautseigju. Sem dæmi má nefna The Parking Lot, The Warehouse, Logic Pin Cracker, Tower of Hanoi og Sliding Block Puzzle.
Math Practice: fjölbreyttar æfingar og verkefni sem styrkja grunnfærni í stærðfræði á leikandi hátt og henta vel til sjálfstæðrar vinnu nemenda.
Love Maths
Á Love Maths má finna fjölda skemmtilegra og aðgengilegra leikja og verkefna sem tengjast tölum, reikniaðgerðum og stærðfræðilegri hugsun.
Efnið er hannað af Mick Minas og leggur áherslu á leik, forvitni og virkni nemenda.
Leikirnir eru fjölbreyttir og nýtast bæði til að kynna ný hugtök, styrkja grunnfærni og skapa jákvætt viðhorf til stærðfræði. Þeir henta sérstaklega vel fyrir nemendur í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla.
Leikjunum skipt í þrjá flokka:
- Reikniaðgerðir (Operations): leikir sem hjálpa nemendum að þróa talnaskilning og leikni í reikniaðgerðunum fjórum (samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu).
- Tölur (Number): fjölbreyttir leikir tengdir tölum, þar á meðal röðun talna, sætiskerfi, talnalínur, brot og tugabrot.
- Aðrir leikir (Other): leikir sem stuðla að dýpri skilningi nemenda á líkindum, mælingum og rúmfræði.








