Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.
Á Opnu Menntafléttunni þetta skólaárið eru fjölbreytt námskeið í boði fyrir öll skólastig:
Leikskóli:
🌱 Magnskilningur leikskólabarna
🌱 Stærðfræðin í leik barna
🌱 Stærðfræðin í umhverfi leikskólabarna
Grunnskóli yngsta stig:
🌿 Stærðfræðinám og upplýsingatækni
🌿 Talna- og aðgerðaskilningur
🌿 Tengsl og breytingar í stærðfræði
🌿 Tungumál stærðfræðinnar
Grunnskóli miðstig:
🪴 Stærðfræði og forritun
🪴 Stærðfræðinám og upplýsingatækni
🪴 Tengsl og breytingar í stærðfræði
🪴 Tungumál stærðfræðinnar
Grunnskóli unglingastig:
🌲 Greindu betur – samþætting stærðfræði, tölfræði og samfélagsgreina
🌲 Stærðfræði og forritun
🌲 Stærðfræðinám og upplýsingatækni
🌲 Tengsl og breytingar í stærðfræði
🌲 Tungumál stærðfræðinnar
Framhaldsskóli:
🌳 Greindu betur – samþætting stærðfræði, tölfræði og samfélagsgreina
🌳 Stærðfræði og forritun
🌳 Tungumál stærðfræðinnar

Í vetur verður sérstakt Önnuhorn í Flatarmálum og er það tileinkað Önnu Kristjánsdóttur prófessor emerítus í stærðfræðimenntun sem lést 9. apríl síðastliðinn.
Fyrsti þáttur Önnuhorns birtist 14. október síðastliðinn á afmælisdegi Önnu og nú birtist annar þáttur Önnuhorns: Námskeið fyrir stærðfræðikennara, þar sem fjallað er um hve Anna lagði mikla áherslu á að haldin yrðu góð námskeið fyrir stærðfræðikennara.
Þátttaka í LEGO keppni í Texas.
Í tilefni þess að First Lego League keppnin fór fram 8. nóvember síðastliðinn, birtist nú grein um frábæra þátttöku liðs Vopnafjarðarskóla í alþjóðakeppninni í Texas.


Í endurskoðaðri aðalnámskrá grunnskóla (2024) eru í fyrsta skipti sett fram hæfniviðmið í stærðfræðihluta námskrárinnar sem tengjast reiknihugsun og forritun. Í nýlegri grein í Skólaþráðum, Reiknirit, reiknihugsun og forritun: Nýjar áherslur í námskrá, útskýra Bjarnheiður Kristinsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Ingólfur Gíslason og Jóhann Örn Sigurjónsson hvað hugtökin fela í sér og gefa dæmi um verkefni.

Í hlaðvarpi á vegum Flatarmáls má heyra Bjarnheiði Kristinsdóttur segja frá bókinni Hugsandi skólastofa í stærðfræði sem hún þýddi á íslensku. Bjarnheiður byrjar á að segja frá tildrögum þess að hún þýddi bókina. Síðan segir hún frá uppbyggingu bókarinnar og lýsir vel grunnhugmyndum kennsluaðferðarinnar Hugsandi skólastofa í stærðfræði. Í frásögn sinni gefur Bjarnheiður góða innsýn í efni bókarinnar og kennsluaðferðina Hugsandi skólastofa í stærðfræði.
Hlaðvarpið má finna á síðunni Vefsíður, myndbönd og hlaðvörp undir liðnum Áhugavert.

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

