Alþjóðlegur Dagur stærðfræðinnar er föstudaginn 14. mars 2025. Dagsetningin tengist tölunni  (3,14) eins og margir vita. Þemað í ár er Stærðfræði: Listir og sköpun (Mathematics: Art and Creativity).


Takið dagana 9. – 13. júní 2025 frá fyrir námskeið Peter Liljedahl hér á Íslandi!

Haldin verða bæði inngangsnámskeið og  framhaldsnámskeið.

Miðstöð útivistar og útináms hjá Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreyttar leiðir til útináms undir yfirskriftinni Úti er ævintýri. Stína Bang hefur nú skrifað grein fyrir Flatarmál þar sem gefin er innsýn í nálgun og vinnulag varðandi stærðfræðiratleiki sem boðið var upp á vorin 2023 og 2024. Nemendur voru áhugasamir og kepptust við að ná markmiðum og leysa fjölbreytt verkefni á hverri stöð. Lestur greinarinnar vekur hugmyndir og er hvatning til kennara að nýta þessa náglun í kennslu.

Rétt í þessu var að birtast ný grein í Flatarmálum sem Selma Hrönn Hauksdóttir skrifaði. Greinin ber heitið Tölum saman um stærðfræði – karamelluverkefnið.

Selma Hrönn er á námskeiðinu Tungumál stærðfræðinnar á Opnu Menntafléttunni  ásamt samkennurum sínum. Í  greininni segir hún frá áhugaverðu verkefni sem hún fékk á námskeiðinu og nemendur hennar í 6. bekk unnu. Selma Hrönn segir frá reynslu sinni og nemendanna við að vinna verkefnið. Greinina prýða margar vel unnar myndir sem sýna lausnaleiðir nemenda. Þetta er skemmtileg grein með flottum myndum frá nemendum.

Næstu 10 vikurnar verða birtar þrautir hér á vefnum, ein í hverri viku. Svar við hverri þraut verður birt viku síðar. Vonandi hafið þið og jafnvel nemendur ykkar bæði gagn og gaman af. Gangi ykkur vel og góða skemmtun!

Þrjú ný námskeið eru nú aðgengileg á vef Opnu Menntafléttunnar og eru þau um Stærðfræðinám og upplýsingatækni fyrir öll aldursstig grunnskólans.

deneme bonusu veren sitelerdeneme bonusubonus veren sitelerdeneme bonus siteleriporn Error: Can't get content from https://a1.generatepresss.com/home.Error: Can't get content from https://4rabet1.org/home/index.html.