Í haust og næsta sumar verður Peter Liljedahl á ferð um Danmörku og Ísland og því gefst tækifæri til að taka þátt í námskeiðum á hans vegum.

Þau sem vilja fara í skólaheimsóknir í Danmörku tengt námskeiðunum í Álaborg geta haft samband við Kenneth Riis Pooulsen kerp@ucn.dk fyrir lok ágúst (til að tími gefist til skipulagningar)

Takið dagana 9. – 13. júní 2025 frá fyrir námskeið Peter Liljedahl hér á Íslandi!

CFU í Álaborg, Danmörku

• 29. október 2024 – Inngangsnámskeið fyrir stærðfræðikennara og fagstjóra og aðra áhugasama kennara (grunn- og framhaldsskóla) https://ucn.dk/cfu/kurser-og-temadage/building-thinking-classrooms
• 30. október 2024 – Framhaldsnámskeið með áherslu á að festa námsefnið í sessi (consolidation) og hvernig við ljúkum kennslustund https://ucn.dk/cfu/kurser-og-temadage/building-thinking-classrooms-skridtet-videre

• 31. október – Hvernig við notum aðferðir hugsandi skólastofu í öllum faggreinum á öllum skólastigum fyrir alla kennara https://ucn.dk/cfu/kurser-og-temadage/building-thinking-classrooms-i-alle-fag

CFU í Árósum, Danmörku

• 1. nóvember – Inngangsnámskeið fyrir stærðfræðikennara á öllum skólastigum (leik-, grunn- og framhaldsskóla) https://cfu.via.dk/kurser-og-konferencer/75194-building-thinking-classrooms
• 4. nóvember – Framhaldsnámskeið um að festa námsefnið í sessi (consolidation) og hvernig við ljúkum kennslustund í hugsandi skólastofu fyrir stærðfræðikennara á öllum skólastigum (leik-, grunn- og framhaldsskóla) https://cfu.via.dk/kurser-og-konferencer/75195-building-thinking-classrooms-skridtet-videre

• 4. nóvember – Námskeið leitt af dönskum kennurum um hvernig nota megi aðferðir hugsandi skólastofu við móðurmálskennslu (ath. þetta námskeið er á dönsku) með áherslu á leikskólastig og 1.-4. bekk grunnskóla https://cfu.via.dk/kurser-og-konferencer/77838-det-taenkende-danskfag

CFU í Hróarskeldu (Roskilde), Danmörku

• 5. nóvember 2024 – Inngangsnámskeið fyrir stærðfræðikennara með áherslu á miðstig og unglingastig https://cfu.kp.dk/events/building-thinking-classrooms/

• 6. nóvember 2024 – Framhaldsnámskeið um að festa námsefnið í sessi (consolidation) og hvernig við ljúkum kennslustund í hugsandi skólastofu með áherslu á miðstig og ungilngastig https://cfu.kp.dk/events/building-thinking-classrooms-skridtet-videre-om-opsamling-og-afslutning-af-lektionen/

Reykjavík, Íslandi

Dagana 9.-13. júní 2025 verða haldin inngangsnámskeið og framhaldsnámskeið – takið þessa daga frá!


Í dag birtist ný grein í Söguhorni Flatarmála. Að þessu sinni skrifar Kristín Bjarnadóttir um keilusnið á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Hún fjallar um keilulaga fjöll í náttúru og listum, segir frá íslenskum heitum keilusniða og tengir keilusnið meðal annars við hnitakerfi og himintunglin. Margar myndir prýða greinina og vann Bjarnheiður Kristinsdóttir flestar þeirra í GeoGebra forritinu.

Menntafléttan – Opna Menntafléttan

Fátt er áhugaverðara og skemmtilegra en að hitta aðra stærðfræðikennara og ræða um stærðfræðinám og -kennslu, bæði í eigin skóla sem og hitta kennara úr öðrum skólum.

Í vetur gefst stærðfræðikennarahópum á öllum skólastigum tækifæri til þess að taka þátt í Menntafléttunámskeiðum sem lesa má nánar um í greininni:

Menntafléttan – Opna Menntafléttan: Tilboð til stærðfræðikennarahópa.

Meginmarkmið námskeiðanna er að gefa kennurum efni í hendur til að efla námssamfélag sitt í gegnum umræður um stærðfræðimenntun og sameiginlega skipulagningu kennslu út frá aðstæðum og áhuga í hverjum skóla.

Í leikskólum er kjörið tækifæri til að byggja góðan grunn fyrir frekara stærðfræðinám.

Í greininni Stærðfræði í leikskóla er sagt frá námskeiðum Opnu Menntafléttunnar um stærðfræðinám leikskólabarna. Það er von höfunda að skrifin verði hvatning fyrir kennara til að nýta sér námskeiðin á og kveiki áhuga á stærðfræði í leikskóla.

Í fyrsta hlaðvarpsþætti Flatarmála var rætt við þær Elísabetu Eggertsdóttur og Sigrúnu Lilju Guðbjörnsdóttur kennara við Menntaskólann við Sund.

Síðastliðinn vetur unnu þær rannsókn á sinni eigin kennslu og skoðuðu hvers konar verkefni nemendum þætti vert að vinna.

Hlusta má á hlaðvarpið hér en einnig má finna hér á vefnum verkefni sem notast var við í rannsókninni.

DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR
– ÞEMAHEFTI

LOKSINS Á RAFRÆNU FORMI

Dagur stærðfræðinnar hefur flakkað nokkuð til á dagatalinu hér á landi. Upphaflega var ákveðið að halda Dag stærðfræðinnar þann 27. september í tilefni af alþjóðlegu ári stærðfræðinnar aldamótaárið 2000. Sú dagsetning þótti ekki henta af ýmsum ástæðum og því var ákveðið að færa hann þannig að hann væri fyrsta föstudag í febrúar. Seinna var hann færður aftur því hann rakst oft á við Dag leikskólans 1. febrúar en þá var Pí-dagurinn 14. mars fyrir valinu. Á þeim degi er einmitt alþjóðlegum degi stærðfræðinnar einnig fagnað.

Á hverju ári hefur verið valið þema og útbúin verkefni fyrir kennara til að nýta með nemendum sínum í tilefni dagsins. Fyrstu sex árin voru gefin út sérstök þemahefti sem nú má loksins finna á rafrænu formi en heftin eru gullkistur fullar af hugmyndum og verkefnum.

Miðja máls og læsis hefur tekið saman allt efni stöðumats ÍSAT nemenda á Padlet vegg. Þar er hægt að finna stöðumatshefti í stærðfræði fyrir ÍSAT nemendur á mörgum mismunandi tungumálum. Heftin er hægt er að leggja fyrir í kennslustundum og flestir nemendur geta unnið nokkuð sjálfstætt í þeim.

Stöðumatsheftunum er skipt í nokkra flokka:
– 1 – 3. bekkur
– talnaskilningur og reikniaðgerðir
– líkindi og tölfræði
– rúmfræði
– algebra

Til hvers þarf maður að læra stærðfræði þegar við getum notað reiknitölvu?