Í heimsfaraldrinum breyttust námsskilyrði framhaldskólanema þó nokkuð þar sem nám þeirra færðist að stærstum hluta á netið. Þegar þeir snéru aftur í skólabyggingarnar virtist sem áhuginn nemenda fyrir verkefnum hafa breyst og þeir sáu minni tilgang í verkefnavinnu. Það var upplifun þeirra Elísabetu Eggertsdóttur og Sigrúnar Lilja Guðbjörnsdóttur kennara við Menntaskólann við Sund. Með styrk frá Rannsóknarsjóði KÍ könnuðu þær stöllur hverskonar verkefni væru verðug fyrir nemendur.
Áslaug Dóra tók viðtal við þær Elísabetu og Sigrúnu Lilju en í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hlaðvarpið. Einnig er hægt að lesa grein þeirra á vef KÍ. Á síðu Flatarmála er síðan hægt að finna verkefni sem notast var við í rannsókninni.