SamSTEM stóð í júní 2025 fyrir tveimur námskeiðum um Hugsandi skólastofu (Building Thinking Classrooms). Námskeiðin sótti fjöldi íslenskra stærðfræðikennara sem hafa sýnt þessari nálgun í kennslu sívaxandi áhuga. Dr. Peter Liljedahl, prófessor við Simon Fraser-háskóla í Kanada sem þróað hefur nálgunina Hugsandi skólastofa (Building Thinking Classrooms) stjórnaði námskeiðunum og veitti leiðsögn um hvernig þessi aðferð…
SÖGUHORNIÐ: Þrettán bækur Evklíðs frá Alexandríu
Kristín Bjarnadóttir. Ekki verður lengi rætt um þátt stærðfræðinnar í sögu vestrænnar menningar án þess að nafninu Evklíð bregði fyrir. Hver var Evklíð? Í raun er lítið vitað um manninn. Hann bjó í Alexandríu, grískri nýlenduborg sem Alexander mikli stofnaði árið 325 f.Kr. við ósa Nílar í Egyptalandi. Talið er að Evklíð hafi verið uppi…
Að meta framfarir í þágu náms: Matsferill í stærðfræði
Jóhann Örn Sigurjónsson. Frá ársbyrjun 2024 hef ég unnið við þróun Matsferils í stærðfræði ásamt teymi fólks á matssviði hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Í þessari grein segi ég frá tilurð og tilgangi Matsferils, grunnhugmyndinni að baki honum og matstækjunum sem Matsferill inniheldur. Matsferli í stærðfræði fylgir matsrammi með inntaksflokkum og færniþáttum. Ég útskýri þá…
MIO – Skimunarefni í stærðfræði fyrir leikskóla
Margrét Sigríður Björnsdóttir. Í fyrstu bekkjum grunnskólans er mikil áhersla lögð á að börn verði læs og nær sú umræða einnig til leikskólans. Töluvert er unnið með bernskulæsi og bókstafi í leikskólum landsins en vinna við stærðfræði er oft ekki eins markviss enda lítið komið inn á hana í aðalnámskrá leikskóla. Ég hafði heyrt af…
Nokkur orð um bókina Math-ish eftir Jo Boaler
Birna Hugrún Bjarnardóttir. Höfundur bókarinnar sem hér verður fjallað um er Jo Boaler. Hún er prófessor í stærðfræðimenntun við Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Jo Boaler hefur gefið út fjölmargar bækur um stærðfræðimenntun og einnig hefur hún gefið út bækur með verkefnum sem eru sérstaklega ætlaðar kennurum ákveðinna aldursstiga í grunnskóla. Bókin Math-ish, Finding Creativity, Diversity…
Hugsandi skólastofa – saga úr skólastofu
Nanna Dóra Ragnarsdóttir. Fyrir nokkrum árum sótti ég námskeið sem bar heitið Hugsandi skólastofa í stærðfræði, þar kenndi Peter Liljedahl en hann er hugmyndasmiðurinn á bak við aðferðina. Þetta var að mínu mati mjög gott námskeið sem vakti mig til umhugsunar og varð mér hvatning til að breyta og bæta kennsluna. Ég ætla ekki að…
1, 2, 3… Úbbs! Gaman að kenna ungum nemendum stærðfræði
Nicoleta Mihai. Ég heiti Nicoleta Mihai og er frá Rúmeníu. Ég er stærðfræðikennari og kom til Íslands árið 2012. Ég vinn sem deildarstjóri 5 ára deildar í Sjálandsskóla. Ég kláraði grunnnám í stærðfræði í Rúmeníu árið 2006 og tók meistarapróf árið 2008. Frá því ég var lítil hefur mér fundist mjög skemmtilegt að leysa allskonar…
Dagur skapandi stærðfræðinnar
Ósk Dagsdóttir. Sum telja að stærðfræði falli undir raunvísindi því auðvitað er hún mikið notuð í raunvísindum, en önnur fullyrða að stærðfræði teljist frekar til hugvísinda. Það er hægt að líta á stærðfræðina sem verkfæri, sem tungumál og sem sköpun. Sem verkfæri er stærðfræði hagnýt og gefur möguleika til þess að hjálpa fólki og stærðfræði…
Talnamismunur og tugakerfi
Ingólfur Gíslason. Stærðfræðikennslubækur eru fullar af æfingaverkefnum. En nemendur þurfa meira en að gera æfingar – þeir þurfa líka að glíma við krefjandi stærðfræðiverkefni. Ein leið til að útbúa góð verkefni er að taka venjuleg verkefni úr kennslubókum og víkka þau út þannig að þau séu ekki einungis æfingar heldur kalli líka á alhæfingar og…
Sönnun á setningu Pýþagórasar: skapandi hugsun og samvinna
Laufey Einarsdóttir. Sönnun á setningu Pýþagórasar hefur verið vinsælt námsmatsverkefni í stærðfræði í Sæmundarskóla um árabil, þar sem fræðilegum vinnubrögðum og sköpunarkrafti er fléttað saman. Verkefnið er unnið í 10. bekk og hefst á því að nemendur skoða og rannsaka fjölmargar sannanir setningarinnar. Aðalhluti verkefnisins snýst síðan um að nemendur vinna saman í hópum að…