Andrés Önd og Undraheimur stærðfræðinnar
(Donald in Mathmagic Land) er Disney-teiknimynd frá 1959 með íslensku tali. Í myndinni er sagt frá ferð Andrésar andar um stærðfræðiland. Hann er neikvæður gagnvart stærðfræði en fær margar jákvæðar upplifanir í gegnum myndina.
Myndina má nýta í kennslu til að vinna með viðhorf til stærðfræði, hvað felist í stærðfræði og afmarkaða þætti stærðfræðinnar. Meðal annars er skoðað hvernig stærðfræði nýtist í spilum og leikjum, í byggingarlist, tónlist og myndlist, auk þess sem skoðað er hvernig margt í náttúrunni felur í sér stærðfræði. Myndin er gömul og því kemur sumt sem tengist tækni og vísindum einkennilega fyrir sjónir en tækni nútímans byggist á sömu lögmálum. Myndin getur því nýst sem kveikja og uppspretta vinnu með margvísleg viðfangsefni. Gott getur verið að horfa á hluta hennar í einu og vinna í framhaldinu með efni þess hluta. Góða skemmtun.
Teiknimyndin Andrés Önd og Undraheimur stærðfræðinnar var upphaflega gefin út á myndbandi af Námsgagnastofnun. En er nú fyrir tilstilli Nóa Kristinssonar aðgengileg á YouTube.
Math Antics er vinsæl og aðgengileg síða með kennslumyndböndum þar sem hugtök og efnisþættir stærðfræðinnar eru útskýrð á sjónrænan, skýran og skemmtilegan hátt.
Myndböndin eru flokkuð eftir efnisþáttum svo kennarar geta auðveldlega fundið efni sem tengist ákveðnum viðfangsefnum stærðfræðinnar.
Kennarar geta notað myndböndin sem kveikjur eða til að styrkja fyrra nám og nemendur geta nýtt þau til að rifja upp eða dýpka skilning sinn.

Numberphile
Numberphile er vinsæl vefsíða og YouTube-rás með fjölmörgum fræðandi og skemmtilegum myndböndum og hlaðvörpum. Efnið spannar allt frá stórbrotnum hugmyndum til skondinna sjónarhorna, frá sögulegum tímamótum til nýrra uppgötvana í stærðfræði.
Þarna koma saman vísindamenn, kennarar og áhugafólk um stærðfræði sem deila hugmyndum og fróðleik á skýran og skemmtilegan hátt.
TED myndbönd og fleira um stærðfræði
Safn af TED-fyrirlestrum, greinum og gátum sem tengjast stærðfræði og stærðfræðimenntun.
Á síðunni má finna efni sem hentar vel sem innblástur fyrir kennara, til umræðna í kennslustund og sem tenging milli stærðfræði og raunverulegs lífs.
Þar má einnig finna fjölmörg myndbönd sem má nýta til að vekja forvitni og áhuga nemenda.

Hvernig má nýta TED Ed í stærðfræðinámi:
- sem kveikju til að vekja áhuga og forvitni nemenda
- sem upphaf að samræðum eða rannsóknum í kennslustund
- til að tengja stærðfræði við raunverulegt líf, vísindi og menningu
- fyrir heimaverkefni eða sjálfstætt nám, þar sem nemendur geta skoðað efni á eigin hraða.
- sem aukaefni til að dýpka skilning á hugtökum
- til að styðja skapandi nálgun í kennslu og ýta undir fjölbreyttar námsleiðir













