Hér er safn af fjölbreyttu efni sem getur veitt kennurum innblástur, kveikt nýjar hugmyndir og boðið hagnýtar leiðir til að efla stærðfræðikennslu. Efnið er flokkað eftir eðli og notagildi þess, allt frá bókum og rannsóknum til verkefnabanka, myndbanda og skapandi kennsluhátta. Flokkarnir eru eftirfarandi:
📘 Bækur og greinar: fræðilegt efni fyrir kennara um stærðfræðimenntun
🧩 Hugsandi skólastofa: efni og leiðbeiningar sem styðja við innleiðingu kennsluaðferðarinnar
🎲 Leikir og skemmtilegt efni: skapandi verkefni, gátur og skemmtileg nálgun á stærðfræði
🎓 Rannsóknir og fagþróun: rannsóknir og annað sem styður við faglegt starf og eflir gæði kennslu
👩🔬 Stærðfræði og samfélag: tengsl stærðfræði við sögu, menningu og jafnrétti
😄 Stærðfræðihúmor: safn af léttum og skemmtilegum stærðfræðibröndurum
🌐 Vefsíður, myndbönd og hlaðvörp: fjölbreytt efni sem miðlar stærðfræði á lifandi hátt, bæði með fræðandi myndböndum og áhugaverðum samtölum um stærðfræðimenntun
📂 Verkefnabankar og bjargráð kennara: hagnýt verkfæri, kennsluáætlanir og verkefni
🌿 Önnuhorn: Önnuhorn er helgað minningu Önnu Kristjánsdóttur. Þar birtast skrif hennar og hugleiðingar um fjölbreytt svið stærðfræðimenntunar.








