Hér er safn af fjölbreyttu efni sem getur veitt kennurum innblástur, kveikt nýjar hugmyndir og boðið hagnýtar leiðir til að efla stærðfræðikennslu. Efnið er flokkað eftir eðli og notagildi þess, allt frá bókum og rannsóknum til verkefnabanka, myndbanda og skapandi kennsluhátta. Flokkarnir eru eftirfarandi:
📘 Bækur og greinar: fræðilegt efni fyrir kennara um stærðfræðimenntun
🧩 Hugsandi skólastofa: efni og leiðbeiningar sem styðja við innleiðingu kennsluaðferðarinnar
🎲 Leikir og skemmtilegt efni: skapandi verkefni, gátur og skemmtileg nálgun á stærðfræði
🎓 Rannsóknir og fagþróun: rannsóknir og annað sem styður við faglegt starf og eflir gæði kennslu
👩🔬 Stærðfræði og samfélag: tengsl stærðfræði við sögu, menningu og jafnrétti
🌐 Vefsíður, myndbönd og hlaðvörp: fjölbreytt efni sem miðlar stærðfræði á lifandi hátt, bæði með fræðandi myndböndum og áhugaverðum samtölum um stærðfræðimenntun
📂 Verkefnabankar og bjargráð kennara: hagnýt verkfæri, kennsluáætlanir og verkefni

Á Math Medic er hægt að finna tilbúnar kennslustundir þar sem lögð er áhersla á samvinnu nemenda í litlum hópum í gegnum röð vandlega útfærða spurninga sem smám saman verða flóknari. Í kjölfar þessara verkefna er síðan farið yfir það hvernig kennari getur ýtt undir umræðu sem tengir hugmyndir nemenda við fræðilegan orðaforða og glósur.
Þetta er það sem þeir kalla Experience First, Formalize Later. Þessar kennslustundir henta mjög vel með kennslunálguninni hugsandi skólastofu en kennslustundirnar henta þó betur nemendum sem eru á elstu stigum grunnskóla og framhaldsskóla.

Skemmtilegt myndband sem sýnir víðfeðmt svið stærðfræðinnar og tengslin á milli hreinnar stærðfræði og hagnýttrar stærðfræði í einni mynd.

Bloggsíða sem inniheldur stóran verkefna – og gagnabanka fyrir stærðfræðikennara á unglinga- og framhaldskólastigi.

KhanAcademy býður upp á ókeypis æfingarverkefni og kennslumyndbönd sem hjálpa nemendum að dýpka skilning sinn á ákveðnum efnisatriðum í stærðfræði. Vefurinn nýtist stærðfræðinemendum mjög vel en ásamt því er hægt að finna verkefni og myndbönd tengt náttúrufræði, forritun, sögu, listasögu, hagfræði og fleira.

Making math moments that matter
Hlaðvarp þar sem tveir stærðfræðikennarar segja frá sögum úr skólastofum, ræða kennsluaðferðir og „leyndarmál“ til þess að byggja upp kennslustofu sem nemendur vilja vera í.







