Bjarnheiður Kristinsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Ingólfur Gíslason og Jóhann Örn Sigurjónsson. Nútímasamfélag er undirlagt reikniritum (e. algorithms). Reiknirit er nákvæmlega skilgreind röð af aðgerðum sem skila tiltekinni niðurstöðu út frá gefnum forsendum. Oftast eru reiknirit gerð til að leysa ákveðið verkefni. Hugsið til dæmis um hvernig þið leggið saman tölurnar 13 og 18 (eða einhverjar aðrar…











