Stærðfræði er hluti af daglegu lífi barna en ung börn byrja snemma að þróa með sér skilning á stærðfræði með því að framkvæma einfalda hluti eins og að raða kubbum, taka hluti í sundur og setja aftur saman, finna mynstur, flokka og fleira. Það er mikilvægt að finna stundir í degi barnanna til þess að tala um og leika með stærðfræði því þannig þróast hugmyndir þeirra um heiminn í kringum okkur.
Hér má finna verkefni sem hægt er að nýta með ungum börnum sem byggja á leik þeirra.
Í þessu verkefni er unnið með samhverfu með því að setja kubba öðrum megin við línuna til þess að búa til spegilmynd af kubbunum sem eru hinum meginn.
Í þessum ratleik er lagt áherslu á finna, búa til eða teikna mynstur, tölur undir 10 og hluti sem eru ólíkir og líkir.
Í þessu verkefni eiga nemendur að finna út hversu margir fætur eru undir borði án þess að kíkja.
Einfalt spil fyrir yngstu börnin sem felur í sér að bera saman stærðir.
Einfalt verkefni sem reynir á samlagninu og frádrátt á skemmtilegan hátt.