Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.
Tag: Stærðfræði
Tölum saman um stærðfræði – karamelluverkefnið
Selma Hrönn Hauksdóttir. Í upphafi þessa skólaárs ákváðu kennarar sem kenna stærðfræði í Sæmundarskóla að skrá sig saman á námskeið hjá Opnu Menntafléttunni sem heitir „Tungumál stærðfræðinnar”. Markmiðið var að stilla saman strengi og styrkja samtal stærðfræðikennara þvert á aldursstig í skólanum. Við byrjuðum á að hittast og ræða saman um það hvernig við höfum…
Rúmfræði og teiknimyndapersónur
Íris Ástþórsdóttir og Þóra Guðrún Einarsdóttir. Hugtakavinna Þegar kemur að rúmfræði er mikið af hugtökum sem gott er að nemendur þekki og hafi góðan skilning á. Við höfum undanfarin ár látið nemendur vinna saman í pörum hlutbundið með hugtök tengd rúmfræði. Þeir fá plastvasa sem inniheldur plöstuð spjöld og nemendur eiga að para saman eitt…
Kennarar diffra
Þórunn Björk Sigurbjörnsdóttir. Dagana 6. – 9. ágúst 2024 sótti ég námsbúðirnar Kennarar diffra í umsjón Nönnu Kristjánsdóttur. Hún á hugmyndina að sumarnámsbúðunum Stelpur diffra þar sem skapaður er vettvangur fyrir stelpur og stálp til að fræðast um alls konar skemmtilega stærðfræði. Og nú bauð hún upp á búðir í svipuðum dúr fyrir stærðfræðikennara af…
Stærðfræði í leikskóla
Námskeið um stærðfræði í leikskóla – Opna Menntafléttan Á vef Opnu Menntafléttunnar má nálgast námskeið um stærðfræðinám leikskólabarna. Námskeiðið heitir Stærðfræðin í leik barna og er fyrsta námskeiðið af þremur í flokknum Stærðfræði í leikskóla. Líkt og önnur námskeið Menntafléttunnar byggir það á samvinnu kennara og sameiginlegri ígrundun þeirra um vinnu með börnum. Námskeiðið er…
Menntafléttan – Opna Menntafléttan
Tilboð til stærðfræðikennarahópa Birna Hugrún Bjarnardóttir og Guðbjörg Pálsdóttir. Í Menntafléttunni er boðið upp á netnámskeið fyrir stærðfræðikennara. Nú eru fimm stærðfræðinámskeið í boði í Opnu Menntafléttunni og tvö í Menntafléttunni. Fleiri stærðfræðinámskeið munu verða opnuð í Opnu Menntafléttunni í vetur. Í Opnu Menntafléttunni er gert ráð fyrir sjálfstæðri vinnu námssamfélaga en í Menntafléttunni er…
Hvað eru verðug verkefni fyrir framhaldskólanema?
Í heimsfaraldrinum breyttust námsskilyrði framhaldskólanema þó nokkuð þar sem nám þeirra færðist að stærstum hluta á netið. Þegar þeir snéru aftur í skólabyggingarnar virtist sem áhuginn nemenda fyrir verkefnum hafa breyst og þeir sáu minni tilgang í verkefnavinnu. Það var upplifun þeirra Elísabetu Eggertsdóttur og Sigrúnar Lilja Guðbjörnsdóttur kennara við Menntaskólann við Sund. Með styrk…