GeoGebra er gagnlegt tæki fyrir kennara í námsefnisgerð, við innlagnir og fyrir nemendur til að rannsaka og skoða ýmsa þætti stærðfræðinnar.
Bjarnheiður Kristinsdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ, hefur útbúið greinargott efni á íslensku um hvernig nýta má GeoGebru í stærðfræðikennslu. Hægt er að kynna sér GeoGebru nánar með því að skoða eftirfarandi tengla:
GeoGebra Classic 5 – Almenn kynning
Á myndbandinu (4:46 mín.) er farið yfir grunnatriði í forritinu GeoGebra 5 Classic. https://youtu.be/zsWc0b_RMiA
Þýðing námsefnis af vef GeoGebru
Á myndbandinu (3:29 mín.) má finna stuttar leiðbeiningar um hvernig kennarar geta valið námsefni af vef GeoGebra.org og þýtt það yfir á íslensku. https://vimeo.com/1033406567?share=copy#t=0
Leiðbeiningar – Lærðu að nýta efni af vef GeoGebru
Í þessu leiðbeiningahefti er farið yfir hvernig hægt er að útbúa aðgang, búa til, deila, safna og setja upp verkefni og ýmislegt fleira á vef GeoGebra.org. https://www.geogebra.org/m/drjebcmj
Flýtihandbók GeoGebru – Rúmfræði
Flýtihandbókin er á íslensku og í henni er að finna kynningu á fyrstu skrefum til að nýta sér GeoGebru í rúmfræði. https://ggbm.at/tzKhHBnk
Flýtihandbók GeoGebru – Algebra og teiknigluggi
Flýtihandbókin er á íslensku og í henni er að finna kynningu á fyrstu skrefum til að nýta sér GeoGebru í algebru og kynnast teikniglugga GeoGebru. https://ggbm.at/YDKbbh97