2024 – LEIKIÐ MEÐ STÆRÐFRÆÐI
Haldið verður upp á alþjóðlegan Dag stærðfræðinnar fimmtudaginn 14. mars 2024. Dagsetningin tengist tölunni pí (3,14) eins og margir vita.
Þemað í ár er Leikið með stærðfræði – Playing with Math. Markmiðið er að fagna leikgleðinni sem felst í því að leysa þrautir, spila og vinna með stærðfræði í leik en líka með því að kanna, gera tilraunir og uppgötva.
Á vefnum International Day of Mathematics má finna ýmsar upplýsingar og hugmyndir að verkefnum í tilefni dagsins. Verkefnin eru til á mörgum tungumálum og má finna verkefni sem hafa verið þýdd á íslensku hér að neðan. Einnig er hægt að nýta verkefnahugmyndir frá Degi stærðfræðinnar 2020, 2017 og 2016 sem má finna neðar á þessari síðu.
Myndir og frásagnir frá Degi stærðfræðinnar eru vel þegnar á netfangið: laufey.einarsdottir@rvkskolar.is
DÖNSUM SAMAN: Allur hópurinn dansar saman að því er virðist á óreiðukenndan hátt en raunin er önnur. Skemmtilegt verkefni sem kemur á óvart og hentar fyrir allan aldur. Hér má nálgast verkefnalýsinguna á ensku: Chaotic Dancing en hún er einnig aðgengileg á fleiri tungumálum, til dæmis spænsku og úkraínsku.
NÁLAKAST BUFFON: Afar spennandi og áhugavekjandi tilraunaverkefni sem felst í að nota líkindafræði til að nálgast töluna π. Verkefnið hentar fyrir 12 ára og eldri. Hér má nálgast verkefnalýsinguna á ensku: Buffon’s Needles en hún er einnig aðgengileg á fleiri tungumálum, til dæmis spænsku og úkraínsku.
STÆRÐFRÆÐIRATLEIKUR: Í þessum leik leita litlir hópar að áhugaverðum stærðfræðilegum hlutum í umhverfinu. Þeir fá lista eða nokkur myndaspjöld og taka myndir eftir fyrirmælum á listanum. Þetta verkefni snýst um uppgötvun, skapandi hugsun og að skoða hluti frá ólíku sjónarhorni sem eru grundvallaratriði í stærðfræði iðkun. Leikurinn hentar vel fyrir 3-5 nemenda hópa frá 12 ára aldri en aðlaga má viðfangsefnin að yngri nemendum.
ÞRAUTAVERKEFNI: Skemmtilegt þrautaverkefni sem hægt er að nýta á degi stærðfræðinnar eða bara hvenær sem er. Þrautirnar eru miðaðar að unglingastigi en auðvelt er að aðlaga verkefnið að öðrum aldursstigum, hvort sem er fyrir yngri eða eldri.
FLEIRI HUGMYNDIR AÐ VERKEFNUM: Á vefnum International Day of Mathematics má finna ýmsar upplýsingar og hugmyndir að verkefnum í tilefni dagsins. Verkefnin eru til á mörgum tungumálum.
ENN FLEIRI HUGMYNDIR AÐ VERKEFNUM. Einnig er hér afar áhugaverð norsk slóð með hugmyndum að verkefnum fyrir alla aldurshópa – Ideer til matematikkdag. Þetta er norsk síða sem Stærðfræðisetrið í Noregi, Matematikksenteret, ber ábyrgð á.
ALLS KONAR UM PÍ – Veggspjald
2020 – MYNSTUR
Föstudaginn 7. febrúar 2020 er dagur stærðfræðinnar. Af því tilefni hvetjum við kennara á öllum skólastigum til að skapa stærðfræðinni aukarými þann dag og vinna að verkefnum tengdum henni. Þema dagsins er Mynstur en auðvitað má vinna að öðrum verkefnum henti það betur.
Til að auðvelda kennurum undirbúning tókum við saman efni um mynstur. Það kemur að mestu úr þremur áttum. Úr vefverkefnabankanum Stærðfræði er skemmtileg, ýmis verkefni frá Borghildi Jósúadóttur kennnara og úr kennslubókinni Mynstur. Það á við um öll verkefnin að þó þau séu sett upp fyrir ákveðinn aldurshóp þá er mjög auðvelt að aðlaga þau og gera bæði einfaldari og flóknari eftir því sem hentar. Svo má finna fjölmörg skemmtileg verkefni á netinu: creativeinchicago.com og pinterest.com svo eitthvað sé nefnt.
Mynstur, þemahefti í stærðfræði
Hér má finna kennslubókina Mynstur sem gefin er út af Námsgagnastofnun 2003. Höfundur er Guðrún Angantýsdóttir.
Stærðfræði er skemmtileg
Í verkefnabankanum Stærðfræði er skemmtileg á vef MMS má finna fjölmörg verkefni fyrir alla aldurshópa þar sem unnið er með mynstur.
Leikskóli – yngstu bekkir grunnskóla – verkefni
- Mynstur í mismunandi formum
- Húfa með mynstri úr grunnformum
- Perluband
- Talnaraðir
Yngsta stig grunnskóla -verkefni
- Bókamerki
- Hönnum lopapeysu
- Mynstur í náttúrunni
- Perlumynstur
- Skreytum skólann með stærðfræði
- Rangoli – mynstur í trúarbrögðum
- Mynstur í náttúrunni
- Armbönd úr öryggisnælum
- Mynstur og regla í loftmyndum
- Hitamotta úr hamaperlum
Elsta stig grunnskóla – framhaldsskóli – verkefni
- Fibonacci í náttúrunni
- Að þekja með dómínókubbum
- Að búa til myndir með óreglulegum formum út frá föstum punkti.
Mynsturverkefni Borghildar Jósúadóttur
Borghildur Jósúadóttir sem var lengi kennari í Grundaskóla á Akranesi hefur mikið unnið með stærðfræði og listir
Hér má sjá glærusýningu Borghildar um Mandala mynstur
2017 – STÆRÐFRÆÐI Í SPILUM
Dagur stærðfræðinnar verður föstudaginn 3. febrúar 2017. Í ár hafa verið sett inn ný verkefni sem flest tengjast stærðfræði í spilum.
Hér eru verkefnin og góða skemmtun!
Fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla, Ræningjaspilið
Fyrir miðstig grunnskóla, Frumtöluspil
Fyrir elsta stig grunnskóla, Líkindi eru yndi og Fjórir í röð
Fyrir framhaldsskóla, Bingó
2016 – AÐ GEFA FIMMU
Dagur stærðfræðinnar verður haldinn að þessu sinni föstudaginn 5. febrúar 2016. Í ár hafa verið sett inn ný verkefni sem tengjast leiknum Að gefa fimmu. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi.
Gefðu mér fimmu – Give me five – Verkefni fyrir leik- og grunnskóla.
Verkefni úr þemaheftum fyrir leik- og grunnskóla.
Verkefni fyrir framhaldsskóla.
Hugmynd að úrvinnslu fyrir framhaldsskóla.