Flötur eru samtök stærðfræðikennara á öllum skólastigum. Samtökin eru opin öllum stærðfræðikennurum og öðru áhugafólki um stærðfræðinám og -kennslu.
Markmið Flatar er meðal annars; að styðja við þróunarstarf á sviði stærðfræðimenntunar, að efla menntun stærðfræðikennara, að skapa vettvang fyrir umræðu um stærðfræðikennslu og að veita kennurum stuðning við að takast á við ný og breytt viðfangsefni og vinnubrögð.
Með þessum hætti vilja samtökin sameina íslenska stærðfræðikennara á öllum skólastigum í starfi, umræðum og skrifum um stærðfræðimenntun
Heimasíða Flatar: https://www.ki.is/faggreinafelog/flotur-samtok-staerdfraedikennara/