Veggspjaldið varð til í Hollandsdeild samtakanna European Women in Mathematics – EWM-NL. Það var samið í samvinnu hóps kvenna frá Hollandi og Bretlandi, þeirra Silvy Henriks, Houry Melkonian og Maria Vlasiou sem átti hugmyndina að gerð þess. Veggspjaldið hefur verið þýtt á sautján tungumál og þýðingar á fjórtán önnur tungumál eru í undirbúningi. Kristín Bjarnadóttir hafði veg og vanda að því að veggspjaldið var þýtt á íslensku og kennarar á Menntavísindasviði HÍ aðstoða við dreifingu. Veggspjaldinu er ætlað að vekja athygli á þætti kvenna í þróun stærðfræðinnar því oft er eins og þær hafi ekki verið hluti af samfélagi stærðfræðinga











