Þátttaka í LEGO keppni í Texas.

Í tilefni þess að First Lego League keppnin fór fram 8. nóvember síðastliðinn, birtist nú grein um frábæra þátttöku liðs Vopnafjarðarskóla í alþjóðakeppninni í Texas.

Anna Kristjánsdóttir, fyrsti formaður Flatar, prófessor emerítus í stærðfræðimenntun og frumkvöðull á því sviði lést 9. apríl síðastliðinn. Í minningu hennar verður sérstakt Önnuhorn í Flatarmálum í vetur. Þar mun birtast hluti skrifa Önnu um stærðfræðinám og –kennslu frá áttunda áratug síðustu aldar og fram á þessa öld. Anna lagði mikla rækt við starfsþróun kennara og stuðning við stærðfræðikennara á vettvangi. Hún var framsækin og mörg skrifa henna eiga erindi við okkur í dag. Fyrsti þáttur Önnuhorns birtist í Flatarmálum í dag 14. október sem var afmælisdagur Önnu.

Í hlaðvarpi á vegum Flatarmáls má heyra Bjarnheiði Kristinsdóttur segja frá bókinni Hugsandi skólastofa í stærðfræði sem hún þýddi á íslensku. Bjarnheiður byrjar á að segja frá tildrögum þess að hún þýddi bókina. Síðan segir hún frá uppbyggingu bókarinnar og lýsir vel grunnhugmyndum kennsluaðferðarinnar Hugsandi skólastofa í stærðfræði. Í frásögn sinni gefur Bjarnheiður góða innsýn í efni bókarinnar og kennsluaðferðina Hugsandi skólastofa í stærðfræði.

Hlaðvarpið má finna á síðunni Vefsíður, myndbönd og hlaðvörp undir liðnum Áhugavert.