Námskeið um aðferðir hugsandi skólastofu verða haldin í Reykjavík á vegum HÍ og HR. Peter Liljedahl, prófessor í stærðfræðimenntun við Simon-Fraser Háskólann í Kanada leiðir námskeiðin.

10. – 11.  júní fyrir framhaldsskóla- og háskólakennara.

12. – 13.  júní fyrir grunnskóla- og framhaldsskólakennara

Námskeiðin eru kennd kl. 9 – 12 og 13 – 16 báða dagana. Hádegisverður er innifalinn í námskeiðinu en þátttökugjald er 5.000 kr.

Námskeiðin eru sambærileg þar sem þátttakendur kynnast aðferðum hugsandi skólastofu og sérstaklega verður skoðað hvernig festa megi námsefnið í sessi (e. consolidation) í hugsandi skólastofu.

Námskeiðin eru kennd með kennara stærðfræði, eðlis- og náttúruvísinda í huga en aðferðirnar gagnast líka kennurum í tungumálum, hugvísindum, félagsvísindum og fleiri greinum.

Þau sem eru með talsverða reynslu af hugsandi skólastofu og beita henni í sinni kennslu geta tekið þátt í fundi með Peter Liljedahl (spurt&svarað með áherslu á rannsóknartækifæri og starfsþróun) eftir hádegi mánudaginn 9. júní.

Skráning á námskeiðin fer fram hér: https://forms.gle/gukGMTAMvALwxc897 Skráningum lýkur mánudaginn 26. maí 2025.

Það er gaman að segja frá því að Flatarmálum bárust fjölmargar myndir af listrænum og skapandi verkefnum frá degi stærðfræðinnar og greinilegt að dagurinn var haldinn hátíðlegur í mörgum skólum og á öllum stigum. Hér má skoða myndirnar.

Þrjú ný námskeið eru nú aðgengileg á vef Opnu Menntafléttunnar og eru þau um Stærðfræðinám og upplýsingatækni fyrir öll aldursstig grunnskólans.

Jo Boaler er mörgum stærðfræðikennurum á Íslandi kunn. Hún var aðalfyrirlesari á námstefnu Flatar árið 2007 og margir hafa lesið bókina hennar Mathematical Mindset í kennaranámi sínu. Nú er komin ný og áhugaverð bók Math-ish (2024) frá Jo Boaler. Birna Hugrún Bjarnardóttir hefur tekið saman greinargott yfirlit yfir efni bókarinnar, í Nokkur orð um bókina Math-ish eftir Jo Boaler, og dregur þar fram helstu umfjöllunarefnin. Í bókinni er hugtakið Math-ish kynnt og í gegnum það fjallað um stærðfræðilegan fjölbreytileika og nauðsyn þess að við öll kynnumst og nálgumst stærðfræðina frá mörgum hliðum. Sjá má í þessari grein að velt er upp mörgu sem gaman og gagnlegt er að ræða saman um og varpar Birna Hugrún fram hugmynd um að stofna leshring til að skapa til þess umræðuvettvang.

Virk þátttaka í starfsþróun gefur kraft til að þróa áfram eigin kennsluhætti. Nanna Dóra Ragnarsdóttir er kennari sem hefur alla tíð sýnt eigin starfsþróun umhyggju og er alltaf að þróa vinnubrögð og nálgun í stærðfræðikennslu sinni.

Í greininni Hugsandi skólastofa – saga úr skólastofu, sem var að birtast í Flatarmálum, greinir hún frá hvernig hún hefur nýtt hugmyndir um hugsandi skólastofu og reynslu af þátttöku í námskeiði árið 2019 til að vinna með nemendum sínum á unglingastigi. Í greininni koma fram hugleiðingar hennar og dæmi um verkefni sem hún hefur unnið með út frá hugmyndum um hugsandi skólastofu.  

Nokkrar greinar hafa áður birst í Flatarmálum um hugsandi skólastofur og í júní 2025 verður hugmyndasmiðurinn Peter Liljedahl með námskeið fyrir stærðfræðikennara hér á landi. Hugmyndum um hugsandi skólastofu hefur verið vel tekið af stærðfræðikennurum og gaman er að sjá hve stærðfræðikennarar eru áhugasamir um að þróa stærðfræðikennslu sína. Í greininni Hugsandi skólastofu – saga úr skólastofu fáum við gott dæmi um það.


👉  Þraut 1: svar          👉  Þraut 2: svar

👉  Þraut 3: svar          👉  Þraut 4: svar

👉  Þraut 5: svar          👉  Þraut 6: svar

👉  Þraut 7: svar          👉  Þraut 8: svar

👉  Þraut 9: svar          👉  Þraut 10: svar

Næstu 10 vikurnar verða birtar þrautir hér á vefnum, ein í hverri viku. Svar við hverri þraut verður birt viku síðar. Vonandi hafið þið og jafnvel nemendur ykkar bæði gagn og gaman af. Gangi ykkur vel og góða skemmtun!

 

Nationalt Center for Udvikling af Matematikundervisning (NCUM) býður upp á fjölbreytt úrval vefsamtala í samstarfi við Dansk Matematisk Forening (DMN) og Københavns Professionshøjskole (KP).

Í þessum vefsamtölum kynna leiðandi sérfræðingar og rannsakendur í stærðfræðimenntun rannsóknir sínar og ræða aðferðir til að efla skilning nemenda á stærðfræði.

Efnið má finna undir flipanum Áhugavert hér á vefsíðunni.

GeoGebra er gagnlegt tæki fyrir kennara í námsefnisgerð, við innlagnir og fyrir nemendur til að rannsaka og skoða ýmsa þætti stærðfræðinnar. Bjarnheiður Kristinsdóttir lektor við Menntavísindasvið HÍ hefur útbúið greinargott efni á íslensku um hvernig nýta má GeoGebru í stærðfræðikennslu. Efnið má finna undir flipanum Verkefni hér á vefsíðunni.

 

 

 

 

 

 

deneme bonusu veren sitelerdeneme bonusubonus veren sitelerdeneme bonus siteleriporn Error: Can't get content from https://a1.generatepresss.com/home.Error: Can't get content from https://4rabet1.org/home/index.html.