Alexandra Viðar.
Í vetur kenni ég stærðfræði 3FD05 í 2NA í Kvennaskólanum og ég kenndi sömu krökkum einnig síðastliðinn vetur. Við notum bókina Higher Level Mathematics, Analysis and Approaches for the IB Diploma eftir Tim Garry og Ibrahim Wazir (2019) en mér finnst hún frábær.
Nemendur á haustönn á öðru ári í Kvennaskólanum læra að diffra föll, teikna og para saman gröf falla og afleiður þeirra, finna hallatölur og jöfnur snertilína við feril f í punkti x, finna einhallabil, beygjuskil, ákvarða kúpni falls (e. concavity), á hvaða bilum það er kúpt og á hvaða bilum það er hvelft og fleira.
Í kennslu minni hef ég notað GeoGebru í miklum mæli. Að mínu mati er það frábært forrit og auðvelt í notkun. Ég vil deila með ykkur reynslu minni af að nota forritið í kennslu.
Hér fjalla ég um eina kennslustund í máli og myndum og segi frá verkefnum sem undirstrika mikilvægi þess að skilja vel hugtökin snertill og hallatala. Forritið GeoGebra hjálpar nemendum að sjá hluti myndrænt og dýpka skilning þeirra.
Markmið kennslustundarinnar er að fá nemendur til að sjá notagildi í diffrun með því að láta þá reikna dæmi sem eru áþreifanleg.
Þessi verkefni eru ætluð fyrir nemendur á 2. ári í menntaskóla. Verkefnin eru hugsuð sem ítarefni við umfjöllun um diffrun. Markmið verkefnanna er að skerpa á skilningi nemenda á tengslum hallatalna og afleiðum falls í punkti og þjálfa nemendur í notkun forritsins við lausn verkefna.
Verkefni 1
Verkefni 2
Verkefni 3
Verkefni 4
Alexandra Viðar, stærðfræðikennari
við Kvennaskólann í Reykjavík.