Dagur stærðfræðinnar þrautaverkefni
Skemmtilegt þrautaverkefni sem hægt er að nýta á degi stærðfræðinnar eða bara hvenær sem er. Þrautirnar eru miðaðar að unglingastigi en auðvelt er að aðlaga verkefnið að öðrum aldursstigum.
Stærðfræðistígar (e. math trail) eru unnir í forritinu MathCityMap þar sem nemendur vinna í snjallsímum að stærðfræðiverkefnum utandyra.
Set er skemmtilegt spil fyrir alla. Hér má finna netútgáfu sem gaman gæti verið að láta allan hópinn glíma við í sameiningu.
Tilgangur leiksins er að fá sett af 3 spilum sem annað hvort hafa öll sama eiginleika eða öll mismunandi eiginleika. Eiginleikarnir eru:
- form (sporöskjulaga, tígullaga eða bylgjulaga)
- litur (grænn, rauður eða fjólublár)
- fjöldi (1, 2 eða 3 form)
- skygging (formin eru fyllt, tóm eða röndótt).
Í þrennunni er allt eins, eða ekkert eins.
Hvaða mynd sker sig úr? Þrautir sem reyna á rökhugsun og hugtakaskilning. Skemmtun fyrir bæði stærðfræðikennara og nemendur. Það er hægt að finna margar lausnir og því eru engin svör gefin upp. Góða skemmtun!
Skemmtilegar þrautir sem reyna á rökhugsun. Hægt er að velja á milli þriggja þrauta: Þrautaóróar (jöfnur), Hver er ég? (tugakerfið, sléttar tölur og oddatölur, reikniaðgerðir, frumtölur, ferningsrætur, þáttun), Ráðgátunet (rökhugsun). Þrautirnar reyna á talnaskilning og algebruhugsun.
480 myndir af mynstrum þar sem tilgangurinn er að finna regluna / jöfnuna.
Tölurnar 1 til 5 mega aðeins koma fyrir einu sinni í hverri röð og hverjum dálki.
Summa talnanna innan feitletruðu rammanna er talan sem stendur efst í vinstra horni hvers ramma.
Í þessu verkefni á að taka í burtu 4 pinna þannig að eftir standi 5 þríhyrningar.
Hér er skemmtileg gáta um fimm systur.
Í þessari þarf að lesa vísbendingar til þess að komast af því hver er hvað.