Unglingsárin fela í sér mörg tækifæri til náms og þroska en einna helst fara nemendur að hugsa meira abstrakt og rökrétt. Unglingar geta einnig hugsað á heildstæðari hátt. Þannig er hægt að vinna með stærðfræðileg verkefni sem krefjast meira af nemendum. Hér er nokkur verkefni sem nýtast vel í kennslu unglinga.

Leitin að pí er skapandi verkefni þar sem nemendur uppgötva töluna pí. Með því að teikna hring með snúru og mæla bæði þvermál og ummál hringsins nálgast nemendur gildið á pí út frá eigin athugunum. Verkefnið ýtir undir rannsóknarvinnu, samvinnu og dýpri skilning á hlutfallinu milli ummáls og þvermáls hrings – án þess að gildið á pí sé gefið upp fyrirfram.

Hér eru nokkrar þrautir sem eru kjörnar til þess að nota sem kveikjur fyrir vinnu með jöfnur. Með reiptogi, hænum og lóðum má skapa forvitni, vekja upp spurningar og umræðu sem leiða nemendur að notkun tákna til að setja fram og leysa jöfnur. Þrautirnar krefjast röksemdafærslu og bjóða upp á fjölbreyttar lausnaleiðir.

Rannsókn á neikvæðum veldisvísi í anda Hugsandi skólastofu. Nemendur rannsaka mynstur tugvelda og uppgötva sjálfir að til að fá út tölur minni en 1, eins og 0,001 þarf veldisvísirinn að vera neikvæður. Þeir skoða mynstur, mynda tilgátur og skrá niðurstöður með orðum. Verkefnið stuðlar að dýpri skilningi á veldum og merkingu neikvæðra veldisvísa.

Samvinnuþraut sem reynir á rökhugsun, útsjónarsemi og skilning á prósentum og hlutföllum. Kennari klippir út hverja vísbendingu fyrir sig og nemendur þurfa að finna út í hvaða röð vísbendingarnar eiga að vera til að geta leyst þrautina.

Skemmtileg þraut þar sem unnið er með reikniaðgerðirnar fjórar ásamt svigum og ekki má gleyma að huga að forgangsröð aðgerða.

Rannsóknarverkefni á rúmmáli þrívíðra forma sem hentar nemendum á unglingastigi grunnskóla og jafnvel á framhaldsskólastigi. Verkefnið er þýtt og aðlagað úr verkefninu Calculating Volumes of Compound Objects sem finna má á vefnum http://map.mathshell.org.
Verkefnið er hugsað sem námsmatsverkefni en á þessari slóð má finna verkefnið á ensku með ítarlegum kennslu- og matsleiðbeiningum: https://www.map.mathshell.org/download.php?fileid=1764.

Fjármálafræðslu verkefni fyrir nemendur á unglingastigi. Í verkefninu skoða nemendur launaseðla og hvað felst í því að vera í launaðri vinnu. Unnið er með ýmis hugtök sem tengjast launum og mikilvægi þess að skoða vel kjarasamninga.
Velkomin til starfa – verkefnalýsing
Launaseðill – verkefni
Velkomin til starfa – Viðmið um árangur

Rúmfræðiverkefni þar sem unnið er með reglu Pýþagórasar, píramída, keilu og hornasummu þríhyrninga.
Rúmfræðiverkefni – verkefnalýsing
Rúmfræðiverkefni – Viðmið um árangur

Hér er verkefni þar sem nemendur fá tækifæri til þess að skoða kostnaðinn sem fylgir því að taka bílpróf og kaupa bíl.
Komdu á rúntinn – glærukynning
Komdu á rúntinn – viðmið um árangur

Í þessu verkefni skoða nemendur Perluna og rúmfræði hennar en lokaafurð verkefnisins er líkan af Perlunni.

Þessi ratleikur inniheldur 10 stöðvar en á stöðunum framkvæma nemendur ýmis verkefni og leysa þrautir.

Þetta verkefni byggir á þrautalausn og er hægt að leysa á mismunandi hátt.

Þetta er skemmtilegur leikur sem fær nemendur til þess að tala saman og hugsa.

Skemmtilegur ísbrjótur sem reynir á samvinnu