Haldið var upp á alþjóðlegan dag stærðfræðinnar í Krikaskóla í Mosfellsbæ á pí deginum þann 14. mars 2024. Þema dagsins var Leikið með stærðfræði. Hefð hefur skapast fyrir að hafa stærðfræðidag í Krikaskóla á þessum degi. Það er mikilvægt fyrir hvern skóla að skapa sér hefðir og menningu sem styður við skólabraginn. Þemadagar eru leið Krikaskóla að uppbroti á skólastarfinu og dæmi um það er stærðfræðidagurinn þar sem lögð er áhersla á að vinna með stærðfræði á fjölbreyttan hátt. Gleði og hamingja einkenna þemadaga Krikaskóla almennt sem bæði starfsfólk og börn njóta í botn eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.