Takið dagana 9. – 13. júní 2025 frá fyrir námskeið Peter Liljedahl hér á Íslandi!

Haldin verða bæði inngangsnámskeið og framhaldsnámskeið.


 

Greinin Rúmfræði og teiknimyndapersónur eftir stærðfræðikennarana Írisi og Þóru Guðrúnu í Heiðarskóla birtist í Flatarmálum í dag. Í greininni segja þær stöllur frá mjög skemmtilegum rúmfræðiverkefnum sem þær hafa unnið með nemenum í 7.-10. bekk. Margar myndir prýða greinina og gefa góða innsýn í verkefnin auk þess sem hægt er að hlaða niður verkefnablöðum.

Góðir kennarar eru sífellt að leita leiða til að efla sig í starfi með það að markmiði að finna áhugaverðar aðferðir og lærdómsrík verkefni til þess að ýta undir áhugahvöt nemenda og styrkja hæfni þeirra og þekkingu. Öll vita að góðir kennarar skipta svo sannarlega máli fyrir nám og vellíðan barna. Já kennarar diffra!

Í sumar voru einmitt haldnar námsbúðir með þessu skemmtilega heiti Kennarar diffra. Markmiðið með kennarabúðunum var að veita stærðfræðikennurum, í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla, rými og tíma til að vinna með stærðfræði út frá öðruvísi sjónarhornum og skapa vettvang þar sem kennarar gátu hist og rætt saman um stærðfræðinám og kennslu.

Þórunn Björk Sigurbjörnsdóttir, stærðfræðikennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, var einn tíu kennara sem tók þátt í búðunum og segir okkur frá upplifun sinni í bæði máli og myndum í nýjustu grein Flatarmála: Kennarar diffra.

DAGUR STÆRÐFRÆÐINNAR
– ÞEMAHEFTI

LOKSINS Á RAFRÆNU FORMI

Dagur stærðfræðinnar hefur flakkað nokkuð til á dagatalinu hér á landi. Upphaflega var ákveðið að halda Dag stærðfræðinnar þann 27. september í tilefni af alþjóðlegu ári stærðfræðinnar aldamótaárið 2000. Sú dagsetning þótti ekki henta af ýmsum ástæðum og því var ákveðið að færa hann þannig að hann væri fyrsta föstudag í febrúar. Seinna var hann færður aftur því hann rakst oft á við Dag leikskólans 1. febrúar en þá var Pí-dagurinn 14. mars fyrir valinu. Á þeim degi er einmitt alþjóðlegum degi stærðfræðinnar einnig fagnað.

Á hverju ári hefur verið valið þema og útbúin verkefni fyrir kennara til að nýta með nemendum sínum í tilefni dagsins. Fyrstu sex árin voru gefin út sérstök þemahefti sem nú má loksins finna á rafrænu formi en heftin eru gullkistur fullar af hugmyndum og verkefnum.

Miðja máls og læsis hefur tekið saman allt efni stöðumats ÍSAT nemenda á Padlet vegg. Þar er hægt að finna stöðumatshefti í stærðfræði fyrir ÍSAT nemendur á mörgum mismunandi tungumálum. Heftin er hægt er að leggja fyrir í kennslustundum og flestir nemendur geta unnið nokkuð sjálfstætt í þeim.

Stöðumatsheftunum er skipt í nokkra flokka:
– 1 – 3. bekkur
– talnaskilningur og reikniaðgerðir
– líkindi og tölfræði
– rúmfræði
– algebra

 

deneme bonusu veren sitelerdeneme bonusubonus veren sitelerdeneme bonus siteleriporn Error: Can't get content from https://a1.generatepresss.com/home.Error: Can't get content from https://4rabet1.org/home/index.html.