Það er gaman að segja frá því að Flatarmálum bárust fjölmargar myndir af listrænum og skapandi verkefnum frá degi stærðfræðinnar og greinilegt að dagurinn var haldinn hátíðlegur í mörgum skólum og á öllum stigum. Hér má skoða myndirnar.


Takið dagana 9. – 13. júní 2025 frá fyrir námskeið Peter Liljedahl hér á Íslandi!

Haldin verða bæði inngangsnámskeið og  framhaldsnámskeið.

 

Þrjú ný námskeið eru nú aðgengileg á vef Opnu Menntafléttunnar og eru þau um Stærðfræðinám og upplýsingatækni fyrir öll aldursstig grunnskólans.

 

Er hægt að ná til tunglsins bara með því að brjóta saman blað í tvennt nokkrum sinnum?

Í tilefni af Degi stærðfræðinnar 2025 hefur Ósk Dagsdóttir skrifað grein um þema dagsins, stærðfræði, listir og sköpun. Í greininni Dagur skapandi stærðfræðinnar fjallar hún um hve mikilvægur þáttur sköpun er í stærðfræðinámi á öllum skólastigum. Gefnar eru hugmyndir um nálgun og vinnubrögð og dæmi um verkefni í helstu inntaksþáttum stærðfræðinnar.

Hvernig má breyta einföldu reikningsdæmi í spennandi stærðfræðilega rannsókn?

Í greininni Talnamismunur og tugakerfi sýnir Ingólfur Gíslason hvernig hægt er að breyta hefðbundnu dæmi um talnaritun í verðugt verkefni þar sem nemendur skoða regluleika, prófa tilgátur, alhæfa og beita röksemdafærslu. Greinin er afar áhugaverð og veitir kennurum góða innsýn í hvernig megi útvíkka og dýpka venjuleg stærðfræðidæmi þannig að þau reyni á stærðfræðilega hugsun.

Í nýjustu grein Flatarmála, Sönnun á setningu Pýþagórasar: skapandi hugsun og samvinna, segir Laufey Einarsdóttir frá áhugaverðu námsmatsverkefni sem nemendur í 10. bekk í Sæmundarskóla unnu. Þeir rannsökuðu setningu Pýþagórasar og unnu jafnframt skapandi verkefni sem þeir kynntu að lokum. Fjölmargar myndir fylgja greininni ásamt myndböndum og verkefnalýsingu.

👉  Þraut 1: svar     👉  Þraut 2: svar

👉  Þraut 3: svar    👉  Þraut 4: svar

👉  Þraut 5: svar

Næstu 10 vikurnar verða birtar þrautir hér á vefnum, ein í hverri viku. Svar við hverri þraut verður birt viku síðar. Vonandi hafið þið og jafnvel nemendur ykkar bæði gagn og gaman af. Gangi ykkur vel og góða skemmtun!

Á Netlu – veftímariti um uppeldi og menntun, má finna greinina: Mat á gæðum kennslu í hugsandi skólastofu í stærðfræði á framhaldsskólastigi: Rýnt í kennslu framhaldsskólakennara.

Höfundar eru Eyþór Eiríksson og Jóhann Örn Sigurjónsson.

Hugsandi skólastofa (e. thinking classroom) er kennslunálgun sem snýst um að skapa rými þar sem nemendur vinna saman að verkefnum sem eru hönnuð til að styðja nemendur við að öðlast skilning á nýjum hugtökum og hugmyndum með samræðum. Í þessari rannsókn var fylgst með kennslu eins stærðfræðikennara í íslenskum framhaldsskóla. Markmið rannsóknarinnar var að veita kennaranum endurgjöf á gæði eigin kennslu þegar kennt er eftir hugmyndafræði hugsandi skólastofu og veita innsýn í sjálfsrýni hans á niðurstöðunum.

GeoGebra er gagnlegt tæki fyrir kennara í námsefnisgerð, við innlagnir og fyrir nemendur til að rannsaka og skoða ýmsa þætti stærðfræðinnar. Bjarnheiður Kristinsdóttir lektor við Menntavísindasvið HÍ hefur útbúið greinargott efni á íslensku um hvernig nýta má GeoGebru í stærðfræðikennslu. Efnið má finna undir flipanum Verkefni hér á vefsíðunni.

deneme bonusu veren sitelerdeneme bonusubonus veren sitelerdeneme bonus siteleriporn Error: Can't get content from https://a1.generatepresss.com/home.Error: Can't get content from https://4rabet1.org/home/index.html.